Hljóðvist
Það er fátt sem skiptir meira máli fyrir framleiðni á vinnustað en starfsánægjan og eitt sem dregur verulega úr henni eru eilífar truflanir og umhverfishljóð. Sem betur fer er nokkuð einfalt að bregðast við slíku með því að bæta inn t.d. skilrúmum, hljóðvistarflekum eða jafnvel bara húsgögnum með hljlóðdeyfandi eiginleika og ekki skemmir fyrir að þessar vörur eru fallegar og prýði inn í hvaða rými sem er. Við getum ráðlagt þér um hvaða leiðir er best að fara í þessum efnum.