Umhverfisstefna

 

Stefna Syrusson er að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og náttúruvernd og höfum við markvisst aukið umhverfisvitund starfsmanna með fræðslu og umræðu. Við nýtum okkur þá þekkingu og höfum að leiðarljósi í okkar starfi. Við vinnum markvisst að því að halda sóun auðlinda í lágmarki og höfum við innleitt verklagsreglur sem stuðla að því.

  • Við hagræðum öllum flutningi og akstri á vegum fyrirtækisins með það í huga að lágmarka hann og þar með eldsneytisnotkun
  • Við flokkum allt sem fellur til af rekstrinum og skilum á viðeigandi staði til endurnýtingar
  • Við notum ekki plastumbúðir og útskýrum fyrir viðskiptavinum okkar að það sé okkar leið til að sporna gegn plastnotkun. Plastumbúðir frá birgjum eru flokkaðar og er þeim skilað á endurvinnslustöðvar.
  • Við höfum sett okkur það markmið að útrýma allri ónauðsynlegri notkun á pappír og höfum breytt verklagi og nýtt okkur upplýsingatæknina til að hafa allar upplýsingar á rafrænu formi, sem annars hefðu farið á pappír.

Vörur sem við seljum, hvort sem þær eru framleiddar af okkur eða öðrum þurfa að vera eins umhverfisvænar og kostur er á. Við leitumst við að velja birgja og framleiðendur sem láta sig umhverfismál varða og vinna ötullega í þeim efnum. Allt hráefni sem við notum í okkar framleiðslu stenst alþjóðlegar umhverfiskröfur og lítum við sérstaklega til hvort vörur séu með fullgildar umhverfisvottanir áður en við ákveðum að bæta þeim í úrvalið hjá okkur.

Við fylgjum öllum lagalegum kröfur sem gerðar eru til okkar á sviði umhverfismála.