Vandaður hljóðvistarklefi sem hentar fyrir fundi í næði fyrir 4 mannseskjur.
Vönduð lýsing og loftræsting er í klefanum og er hægt að stýra hvoru tveggja á einfaldan máta. Skynjari í klefanum tryggir að þegar enginn er inni í honum er loftinu skipt út að fullu og kemur næsti notandi því að honum með nýju og fersku lofti.
Silent Room klefarnir hafa þá sérstöðu að valmöguleikar í útliti eru mjög margir og því hægt að hafa útlit þeirra algjörlega í samræmi við útlit þess rýmis sem þeir eiga að standa í. Hægt er að velja um liti og áklæði inni í klefanum sem og utan og geta litirnir verið blandaðir á hvorum fleti fyrir sig. Einnig er hægt að hafa enga bólstrun utan á klefanum og velja um marga liti á harðplastinu að utanverðu. Bólstrun utan á klefanum eykur einnig á hljóðvistina í rýminu sem klefinn stendur í. Einnig er hægt að velja hvort gler sé í bakvegg klefans eða ekki.
Þegar kemur að því að velja sæti í Silent Room er hægt að velja úr fjölda möguleika sem og að nota það sem er til fyrir í fyrirtækinu. Það er hægt að fá margvíslega aukahluti í Silent Room klefana eins og t.d. reykskynjara, skjáfestingar, hinar ýmu tengingar og margt fleira.
Hægt er að fá Silent Room án gólfs sem tryggir auðvelt aðgengi fyrir hjólastóla
Fáðu tilboð í útfærslu sem hentar þér.